Konan með stóra nafnið, Dröfn Ösp Snorradóttir Rozas, eða DD Unit, er gestur þáttarins að þessu sinni og uppfræðir strákana um nýjustu stefnur og strauma í mat, þriðju kaffibylgjuna og heitustu sögurnar, slúðrið og bestu hverfin í Hollywood þar sem DD býr. Farið er yfir flugferðir þingmanna, nýjan forstjóra IKEA sem vann sig upp úr því að vera kerrustrákur 1987, hvað gerist ef Hatari vinnur Eurovision og hvort Simmi Vill fái að halda keppnina í Egilshöllinni.

Athugasemdir