Í Hismi dagsins er farið yfir hvernig annar hver maður er að reyna að stofna alþjóðlegt flugfélag, flugviskubitið og hvað sé hægt að gera við því og hvort Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri sé umhverfisvænasti Íslendingurinn. Rætt er um hvað nýr kælir í vínbúðinni á Seltjarnarnesi muni gera fyrir menningarstofnunina sem Eiðistorgið er. Þá gera umsjónarmenn þáttarins upp páskahelgina á Sigló og tónleika Stebba og Eyfa sem sameinuðu fólk úr öllum þjóðfélagshópum.

Athugasemdir