Í Hismi vikunnar deilir Árni vikuferð sinni til Tenerife (e-ið borið fram) með hlustendum, þar sem hann var með fjölskylduna í svokallaðri all-inclusive ferð. Hann svarar þeim spurningum sem hafa brunnið á þjóðinni varðandi slíkar ferðir og fer með okkur í ferðalag um ævintýraheim eyjunnar. Þá ræðum við sykurskatt, veltum fyrir okkur hvort Angela Merkel þjáist af kulnun í starfi og hvað sé til ráða, ásamt því að kynna okkur Aerotropolis hugmyndafræði John D. Kasarda og ræða um hvort starf körfuboltadómarans sé eitt það versta sem hægt er að komast í.

Athugasemdir