Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, er gestur Hismisins þessa vikuna. Bjarni fer yfir sviðið í pólitíkinni, framtíð sína í stjórnmálum og hringferð Sjálfstæðisflokksins, þar sem hann deilir því hvaða þingmenn njóta sín best þar. Bjarni fer yfir hvernig sé að hitta erlend fyrirmenni á fundum og leiðtogaráðstefnum ásamt því að gefa Grétari góð ráð inn í fimmtugsaldurinn, fara yfir fræg meiðsli aftan í læri og hvernig Óttar Proppe olli því að hann komst ekki í Berlínarmaraþonið.

Athugasemdir