Kristinn Páll Teitsson íþróttafréttamaður og Þórgnýr Einar Albertsson blaðamaður fóru yfir efni helgarblaðsins. Vandræði Neymars innan og utan vallar en hann hefur verið sakaður um nauðgun, skattsvik og glímir við meiðsli. Stöðu Róhingja í flóttamannabúðum í Bangladess.

Og hvernig væri nú gott að eldast? Í helgarblaðinu er viðtal við Pál Bergþórsson sem er orðinn 96 ára gamall en lætur háan aldur ekki hindra sig.

Þórgnýr segist sjá fyrir sér gjörbreytta stöðu á elliheimilum landsins í nálægri framtíð, þar muni vistmenn hafa nægan tíma til að spila Counter Strike í stað Bridge. Húðflúraðir og töff.

Illskuna ber einnig á góma en í vikunni var fræðslufundur hjá Íslenskri erfðagreiningu um hugtakið þar sem Simon Baron-Cohen sálfræðingur og prófessor hélt erindi. Um þetta er fjallað í helgarblaðinu og Kristinn Páll segist halda að illskan hafi orðið á vegi hans þegar hann starfaði fyrir vinnuveitanda erlendis sem sýndi lítil merki um samkennd eða gæsku.

Athugasemdir