Blaðamaður Fréttablaðsins Benedikt Bóas Hinriksson og Ingólfur Grétarsson umbrotsmaður blaðsins og samfélagsmiðlastjarna betur þekktur sem Gói sportrönd eru á leiðinni til Ísrael þar sem þeir ætla að fylgjast með Eurovision.

Ritstjórn Fréttablaðsins ákvað að kanna kunnáttu þeirra fyrir brottför enda mikilvægt að tvíeykið sé þjóðinni til sóma og efndi til spurningakeppni. Kolbrún Bergþórsdóttir menningarritstjóri tók að sér að vera sérstakur stiga -og siðgæðisvörður.

Athugasemdir