Í þriðja þætti grillvarpsins huga Kristján Einar og Bjarki að verslunarmannahelginni.

Í þessum þætti má finna uppskrift af heimalagaðri bbq sósu, svínarifjum, kjúklingavængjum og svínasíðu og svo frábærum eftirrétt með Lindu buffi, kókosbollum og ávöxtum! Skoðið uppskriftina að sósunni hér fyrir neðan:

Heimalöguð BBQ Sósa

2 fersk chili rauð

½ paprika rauð

½ paprika græn

½ hvítlaukur

1 rauðlaukur

Smá olía

1 lítill bjór

1 msk worcestershire sósa

60 ml eplaedik

1 msk birkisalt/ hafsalt

1 tsk piparblanda

500g hakkaðir tómatar

130g púðursykur

Safi úr ½ ferskri sítrónu

Rifinn börkur af ½ ferskri sítrónu

Allt soðið rólega í um 1 klst. Sett í matvinnsluvél og maukað. Sett aftur í pottinn og soðin í þá þykkt sem óskað er eftir. Smakkið til með birkisalti, svörtum pipar, sítrónusafa og púðursykri.

Fyrir vængi bætið þá við 1 stk ferskum chili grænum, 1 stk ferskum chili rauðum, 2 tsk fjallasalti og hafsalti

Saxið mikið aðeins í olíu og blandið síðan saman við BBQ sósu

Athugasemdir