Zindzi Mand­ela lést á sjúkra­húsinu í Jóhannes­borg í Suður Afríku í morgun að­eins 59 ára að aldri. Hún var dóttir Nel­son Mand­ela, fyrrum for­seta Suður Afríku og at­hafna­konunnar Winni­e Madikizela-Mand­ela.

Zindzi starfaði sem suður-afríski sendi­herra Dan­merkur þegar hún lést en hún hafði sinnt stöðunni frá árinu 2014.

Dánar­or­sök hefur enn ekki verið gefin upp.

Zindzi Mand­ela barðist fyrir jafnrétti alla sína ævi.
Fréttablaðið/Getty

Minnast Zindzi sem hetju

For­seti Suður Afríku, Cyril Ramap­hosa, vottaði Mand­ela fjöl­skyldunni sam­úð sína á Twitter í dag og sagði þjóðina syrgja at­hafna­konuna og leið­togann sem Zindzi var. „Sorg okkar er aukin þar sem þessi missir átti sér stað að­eins nokkrum dögum áður en heimurinn minnist af­mæli hins mikla Nel­son Mand­ela,“ sagði for­setinn í tísti.

Zindzi var sjötta og yngsta barn Nel­son Mand­ela og annarri eigin­konu hans Winni­e. Hún barðist alla ævina fyrir jafn­rétti og vakti at­hygli á mál­staði svartra í heiminum.

„Zindzi verður minnst ekki að­eins sem dóttur bar­áttu­hetju okkar, heldur sem bar­áttu­hetju í sjálfri sér,“ sagði Naledi Pandor, ráð­herra al­þjóða­mála­ráð­herra Suður Afríku.