Vólódímír Zelenskí, forseti Úkraínu hefur sagt að vopnahlé við Rússland sé með öllu ómögulegt nema Rússar yfirgefi Úkraínu og skili þeim löndum sem þeir hafa núþegar tekið.

Þetta kemur fram á fréttamiðlinum Reuters en Rússland og Úkraína undirrituðu mikilvægan samning nú á föstudaginn sem gerir Úkraínumönnum kleift að enduropna hafnir sínar við Svartahafið.

Þetta gerir Úkraínumönnum mögulegt að flytja korn og önnur matvæli úr landinu en stöðvun útflutnings en Truflanir á útflutningi korn- og hveitiafurða frá Úkraínu hafa stuðlað að hækkun á matvælaverði á heimsvísu.

Zelenskí hefur varað við því að vopnahlé byggt á því að Rússar haldi þeim svæðum sem þeir hafa nú undir sinni stjórn myndi aðeins framlengja stríðið þar sem það gæfi Rússum tækifæri til þess að endurbyggja her sinn.

„Að frysta átökin við Rússa þýðir einungis að Rússar fá andrými“ sagði Zelenskí og bætir við „samfélag okkar trúir því að öll svæði verði að vera frelsuð undan Rússum áður en við átt í samningaviðræðum um það hvað kemur næst og hvernig við lifum í framtíðinni.“