Hjólið mun koma á markað snemma á næsta ári og er í flokki krúser mótorhjóla, er búið 17,3 kWst rafhlöðu og tveimur rafmótorum á hvoru hjóli fyrir sig. Hámarkshraði þess er 195 km á klst. og það er 3,6 sekúndur í hundraðið en Zaiser hefur ekki enn gefið upp hestaflatölu hjólsins. Eins og gefur að skilja eru þessar tölur bara frá Zaiser eins og er, og athyglisvert verður að sjá hvort merkið standi við þær þegar hjólið kemur á markað.