Fréttir

Þyrlan bjargaði tveimur göngu­skíða­mönnum

Tveir þýskir menn voru uppi á hálendi á skíðum. Þar rifnaði tjaldið þeirra í nótt. Þyrlan náði þeim um borð í lokatilraun.

Frá útkallinu í dag. Björgunarsveitin Súlur býr sig undir brottför. Landsbjörg

Þyrla Landhelgisgæslunnar kom rétt í þessu tveimur gönguskíðamönnum til bjargar austan Langjökuls. Um hundrað björgunarsveitarmönnum, sem voru á leið á staðinn úr norðri og suðri, hefur verið snúið til baka.

Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að mennirnir hafi verið blautir og hraktir. Þeir hafi gist í tjaldi uppi á hálendi í nótt og það hafi skemmst í veðrinu.

Davíð segir að þyrlan hafi verið á sveimi á svæðinu í dag en lokatilraun til að hífa þá um borð hafi loks borið árangur. „Veðrið er að skána núna rétt fyrir fjögur. Þetta eru glænýjar fréttir,“ segir hann um björgun þyrlunnar.

Mennirnir, sem eru þýskir, voru staðsettir á milli Laugafells og Nýjadals. Davíð segist ekki vita hversu lengi þeir hafi verið uppi á hálendi en hver óveðurslægðin hefur rekið aðra að undanförnu.

Mennirnir gistu í tjaldi í nótt. Björgunarsveitir hafa nú verið afturkallaðar. Landsbjörg
Um 100 björgunarsveitarmenn voru ræstir út. Landsbjörg

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Bandaríkin

Tólf ára blaða­kona lét lög­reglu­mann heyra það

Björgun

Þyrlan sótti göngu­menn upp á Tungna­fells­jökul

Hvalveiðar

Fjallað um fyrir­hugaðar hval­veiðar í er­lendum miðlum

Auglýsing

Nýjast

Plok­kver­tíðin að hefjast hjá Atla

Segja RÚV upp­hefja eigin verk á kostnað fag­manna

Leit lokið í dag: „Mikill sam­hugur á Ír­landi“

Spennan magnast enn í Venesúela

Segir það sann­gjarna kröfu að fólk geti lifað á launum sínum

Þing­kona gagn­rýnd fyrir yfir­læti í garð barna

Auglýsing