Innlent

Banaslys í Hestfirði

Einn er látinn eftir umferðarslys í Hestfirði. Hinn farþegi bílsins var fluttur með þyrlu á á sjúkrahús í Reykjavík.

Einn er látinn eftir slysið en annar var fluttur á sjúkrahús með þyrlu LHG. Fréttablaðið/Getty

Einn er látinn eftir að sendibíll valt í Hestfirði í botni Ísafjarðardjúps á fjórða tímanum í dag. Tveir farþegar voru í bílnum. Hinn farþegi bílsins var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík.

Neyðarlínu barst símtal skömmu fyrir klukkan fjögur vegna slyssins og voru lögreglumenn, sjúkraflutningamenn, slökkviliðsmenn og björgunarsveitarmenn sendir á vettvang. 

Að sögn lögreglunnar á Vestfjörðum eru báðir aðilar íslenskir og hefur fjölskyldum þeirra verið gert viðvart.

Rannsókn á tildrögum slyssins er í höndum lögreglunnar á Vestfjörðum og rannsóknarnefndar samgönguslysa. Ekki er tímabært að gefa frekari upplýsingar um atvikið að sögn lögreglu.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Ey­þór: Meiri­hlutinn þarf að líta í eigin barm

Heilbrigðismál

Veita milljónir í sérnámsstöður heilsugæslunnar

Stjórnmál

Samfylking dalar og ábyrgðin sögð Dags í Braggamáli

Auglýsing

Nýjast

Gerðu rassíu saman vegna Khashoggi

Gefin vika til að svara um Minden

Skúli áfrýjar til Landsréttar

Langflestir útlendingar í Landmannalaugum

Auglýsingabann bitni á innlendum framleiðendum

Stjórnin skoðar tíðar kvartanir undan starfsfólki Félagsbústaða

Auglýsing