Innlent

Banaslys í Hestfirði

Einn er látinn eftir umferðarslys í Hestfirði. Hinn farþegi bílsins var fluttur með þyrlu á á sjúkrahús í Reykjavík.

Einn er látinn eftir slysið en annar var fluttur á sjúkrahús með þyrlu LHG. Fréttablaðið/Getty

Einn er látinn eftir að sendibíll valt í Hestfirði í botni Ísafjarðardjúps á fjórða tímanum í dag. Tveir farþegar voru í bílnum. Hinn farþegi bílsins var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík.

Neyðarlínu barst símtal skömmu fyrir klukkan fjögur vegna slyssins og voru lögreglumenn, sjúkraflutningamenn, slökkviliðsmenn og björgunarsveitarmenn sendir á vettvang. 

Að sögn lögreglunnar á Vestfjörðum eru báðir aðilar íslenskir og hefur fjölskyldum þeirra verið gert viðvart.

Rannsókn á tildrögum slyssins er í höndum lögreglunnar á Vestfjörðum og rannsóknarnefndar samgönguslysa. Ekki er tímabært að gefa frekari upplýsingar um atvikið að sögn lögreglu.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Neytendamál

Brek­i sæk­ist eft­ir fo­rmennsk­u hjá Neyt­end­a­sam­tök­un­um

Innlent

Sjáðu í nær­mynd hvernig Vargurinn bjargaði hvalnum

Skagafjörður

Sig­fús Ingi ráð­inn sveit­ar­stjór­i Skag­a­fjarð­ar

Auglýsing

Nýjast

Hver og einn nýtur sinnar tónlistar án eyrnahlífa

Minnst tíu látnir eft­ir að brú hrund­i í Gen­ú­a

„Hvað í fjand­an­um er­uð­i að gera?“

Ók á veg­far­endur við þing­húsið í West­min­ster

Um 100 bílar eyði­lagðir eftir hrinu í­kveikja í Sví­þjóð

Sérsveitin send á byssumenn í Hvalfirði

Auglýsing