Innlent

Banaslys í Hestfirði

Einn er látinn eftir umferðarslys í Hestfirði. Hinn farþegi bílsins var fluttur með þyrlu á á sjúkrahús í Reykjavík.

Einn er látinn eftir slysið en annar var fluttur á sjúkrahús með þyrlu LHG. Fréttablaðið/Getty

Einn er látinn eftir að sendibíll valt í Hestfirði í botni Ísafjarðardjúps á fjórða tímanum í dag. Tveir farþegar voru í bílnum. Hinn farþegi bílsins var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík.

Neyðarlínu barst símtal skömmu fyrir klukkan fjögur vegna slyssins og voru lögreglumenn, sjúkraflutningamenn, slökkviliðsmenn og björgunarsveitarmenn sendir á vettvang. 

Að sögn lögreglunnar á Vestfjörðum eru báðir aðilar íslenskir og hefur fjölskyldum þeirra verið gert viðvart.

Rannsókn á tildrögum slyssins er í höndum lögreglunnar á Vestfjörðum og rannsóknarnefndar samgönguslysa. Ekki er tímabært að gefa frekari upplýsingar um atvikið að sögn lögreglu.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Hnífstunguárás í Kópavogi

Innlent

Tafir vegna vöru­bíls sem fór á hliðina á Holta­vörðu­heiði

Innlent

Kolfinna: „Voðalega á ég flottan pabba“

Auglýsing

Nýjast

Földu sig á klósetti : „Ég er mjög hræddur“

Nýr BMW 7 með risagrilli

Segist ekki hafa verið beittur þrýstingi í máli Gunnars Braga

„Nú þurfa menn bara að hugsa út fyrir boxið“

Enn ekki tekist að ná drengnum úr borholunni

Dóna­skapur að verða ekki við beiðnum þing­manna um fund

Auglýsing