Innlent

Banaslys í Hestfirði

Einn er látinn eftir umferðarslys í Hestfirði. Hinn farþegi bílsins var fluttur með þyrlu á á sjúkrahús í Reykjavík.

Einn er látinn eftir slysið en annar var fluttur á sjúkrahús með þyrlu LHG. Fréttablaðið/Getty

Einn er látinn eftir að sendibíll valt í Hestfirði í botni Ísafjarðardjúps á fjórða tímanum í dag. Tveir farþegar voru í bílnum. Hinn farþegi bílsins var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík.

Neyðarlínu barst símtal skömmu fyrir klukkan fjögur vegna slyssins og voru lögreglumenn, sjúkraflutningamenn, slökkviliðsmenn og björgunarsveitarmenn sendir á vettvang. 

Að sögn lögreglunnar á Vestfjörðum eru báðir aðilar íslenskir og hefur fjölskyldum þeirra verið gert viðvart.

Rannsókn á tildrögum slyssins er í höndum lögreglunnar á Vestfjörðum og rannsóknarnefndar samgönguslysa. Ekki er tímabært að gefa frekari upplýsingar um atvikið að sögn lögreglu.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

HM-hiti í Stór­moskunni: Á­fram Ís­land!

Innlent

Ras­istar nýta sér myndir af Ís­lendingum á HM

Innlent

Íslendingar hafa hagað sér vel á HM

Auglýsing

Nýjast

Erlent

Jordan Peter­­son stefnir há­­skóla­­fólki fyrir róg­burð

Innlent

Sendir strákunum kveðju á CNN: „Við erum stolt af ykkur“

Innlent

ASÍ fordæmir afskipti forstjóra Hvals

Innlent

Reynt að fá við­ræður um skila­dag í hálft annað ár

Fréttir

Fleiri ný­nemar á fram­halds­skóla­stigi út­skrifast eftir fjögur ár

Innlent

Fimm teknir ölvaðir á bílum í nótt

Auglýsing