Innlent

Þyrla hætt komin vegna dróna á Reykja­víkur­flug­velli

Um tíu morgun flaug dróni í veg fyrir þyrlu sem var að taka á loft frá Reykjavíkurflugvelli. Flugmaður þyrlunnar segir að hann hafi náð að forða árekstri en að ljóst sé að mikil hætta hafi skapast. Samkvæmt reglugerð er bannað að fljúga drónum í ákveðinni fjarlægð frá flugvellinum.

Bannað er að fljúga flygildum, eða drónum, nærri Reykjavíkurflugvelli Mynd/Samsett

Rétt fyrir klukkan tíu í morgun var lögreglu tilkynnt um flugatvik á Reykjavíkurflugvelli þar sem flygildi, eða dróna, var flogið í veg fyrir þyrlu sem var að taka á loft frá vellinum.

Flygildið var utan þeirra marka sem leyfilegt er að fljúga fjarstýrðum loftförum í grennd við flugvöllinn. Segir í tilkynningu lögreglunnar að flugmaður þyrlunnar hafi náð að forða árekstri en að ljóst sé að mikil hætta hafi skapast vegna flygildisins.

Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir í samtali við Fréttablaðið að flugmaður þyrlunnar hafi orðið var flygildisins rétt eftir flugtak nærri Hólavallakirkjugarði og hafi um leið látið flugturn vita. Ekki er vitað hvernig flygildi var um að ræða. 

Samkvæmt upplýsingum frá Rafni Hilmari Guðmundssyni aðalvarðstjóra hjá Lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu er ekki vitað að svo stöddu hver eða hverjir flugu flygildinu en hann segir málið vera í rannsókn.

Árið 2017 var settar reglur um starfrækslu fjarstýrðra loftfara. Þar kemur meðal annars fram að óheimilt er að fljúga þeim í hærra en 120 metra hæð án leyfis frá Samgöngustofu og að óheimilt er að fljúga drónum innan tiltekinna fjarlægða frá svæðamörkum flugvallar án leyfis frá rekstraraðila flugvallarins.

Nánari upplýsingar um reglurnar erað finna hér á heimasíðu Samgöngustofu. 

Kort frá Samgöngustofu sem sýnir hvar ekki má fljúga dróna nærri Reykjavíkurflugvelli Mynd/Samgöngustofa

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

​For­maður ÍKSA lofaði upp í ermina á sér og harmar það

Verkalýðsmál

Sakar Bryn­dísi um hroka í garð verka­lýðs­for­ystunnar

Innlent

Bryn­dís segir femín­ista hata sig: „Hvar er ég stödd?“

Auglýsing

Nýjast

Netanja­hú hættir sem utan­ríkis­ráð­herra

Opnar sig um HIV: „Tón­listin eins og græðis­­myrsl“

Ratclif­fe vinnur að því að koma milljörðum punda frá Bret­landi

Leggja 200 prósent tolla á allar vörur frá Pakistan

Fimm létust í skot­á­rás á ferða­manna­stað í Mexíkó

Shamima fæddi barn í flótta­manna­búðunum

Auglýsing