Á þriðju­daginn 29. nóvember koma sér­fræðingar um Alz­heimer-sjúk­dóminn saman í San Francisco þar sem japanska lyfja­fyrir­tækið Eisai og banda­ríska líf­tækni­fyrir­tækið Biogen munu kynna niður­stöður rann­sóknar á nýju lyfi sem eykur mikið vonir Alz­heimer-sjúk­linga um bata. Sam­kvæmt fyrstu upp­lýsingum er um að ræða lyf sem „hægir veru­lega á vits­muna­legri hnignun“ og er lýst sem byltingu í lyfja­gjöf fyrir Alz­heimer-sjúk­linga.

Jón Snæ­dal, öldrunar­læknir við Land­spítala, segir að ef rétt reynist „yrði það stærsta fréttin á þessari öld varðandi þennan sjúk­dóm“. Jón, sem verður á ráð­stefnunni, er hóf­lega bjart­sýnn á að lyfið virki líkt og lofað er.

Jón segir að það byggist á þriðja stigs rann­sókn sem fyrir­tækin fóru í á 2.000 ein­stak­lingum með Alz­heimer en slík rann­sókn er undan­fari markaðs­setningar. „Það er niður­staða fyrir­tækisins að það sé lík­legt að það komist á markað vegna þess hvað niður­stöðurnar væru já­kvæðar,“ segir Jón. „Það sem verður rætt í næstu viku er þá meira að ó­háðir sér­fræðingar hafa metið hvort þetta standist allt. Staðan er ekki alveg ljós akkúrat þessa stundina en það er mjög lík­legt að þetta lyf hafi staðist kröfur.“

Jón segir að á ráð­stefnunni eigi eftir að koma í ljós hvað fyrir­tækin eigi við með „veru­legum á­hrifum“ en spurður um hvað það myndi þýða fyrir þá sem eru með sjúk­dóminn ef það sem til­kynnt hefur verið reynist satt segir hann að það yrðu mikil tíma­mót. „Þá yrði það stærsta fréttin á þessari öld varðandi þennan sjúk­dóm.“

„Þó að fyrir­tækin lyfti sér oft upp út á við þá væri það rosa­legt slag fyrir þá ef þeir kæmu með eitt­hvað sem ekki stæðist. Þannig að ég hef fulla trú á því að þetta sé rétt,“ segir Jón.

Um er að ræða líf­tækni­lyf sem þarf að gefa sjúk­lingum með sprautu á nokkurra vikna fresti. Lyfið er sagt hreinsa út­fellingar úr heilanum sem talið er að valdi sjúk­dóminum. Það mun þó ekki lækna hann alveg heldur hægja veru­lega á vits­muna­legri hnignun.

Lyfið mun ekki lækna sjúkdóminn en hamla framgang hans verulega.
Fréttablaðið/Getty

Jón segir ljóst að lyfið verður mjög dýrt og minnist þess þegar annað lyf fór á markað í fyrra og kostaði um 8 milljónir króna ár­lega. Lyfið fór aldrei í út­breiðslu þar sem fram­leiðanda tókst ekki að sýna fram á að það virkaði en nú er vonin hins vegar mun sterkari.

Spurður hvort lyfið yrði að­gengi­legt á Ís­landi, segir Jón það mjög lík­legt en ekki er vitað hvort sótt verður um markaðs­leyfi í Banda­ríkjunum fyrst og svo Evrópu eða sam­tímis.

Vil­borg Gunnars­dóttir, fram­kvæmda­stjóri Alz­heimer­sam­takanna á Ís­landi, segist oft hafa slegið á væntingar þegar kemur að nýjum lyfjum „en núna er þarna svo­lítið ljós að birtast“.

„Þú getur í­myndað þér hvað þetta verða svaka­lega góðar fréttir ef þetta fer sem horfir,“ segir Vil­borg við blaða­mann. „Það er búið að vera að bíða eftir þessu í fjöl­mörg ár. Það eru komin 25 ár síðan það kom síðast eitt­hvert lyf, sem er í rauninni samt ekkert að gera,“ bætir hún við.

„Mér heyrist að þetta sé í fyrsta skipti þar sem það er raun­veru­lega smá von um að þetta sé að takast. Þetta er náttúru­lega það sem fólk spyr fyrst um þegar greining er stað­fest: Hvort það séu til ein­hver lyf,“ segir Vil­borg.

Vil­borg Gunnars­dóttir, fram­kvæmda­stjóri Alz­heimer­sam­takanna á Ís­landi, er hóflega bjartsýn á niðurstöðurnar í næstu viku.
Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Í fyrra greindi Jón frá því að fjöldi ein­stak­linga með Alz­heimer-sjúk­dóminn hér á landi sé mun meiri en tölur hafa gefið til kynna hingað til. Þá er talið lík­legt að sjúk­lingum muni fjölga á næstu árum,

„Þetta er virki­lega spennandi og al­gjör bylting ef rétt reynist. Auð­vitað verður ekki hægt að lækna þetta en sam­kvæmt þessum fréttum verður hægt að hægja veru­lega á. Þú getur í­myndað þér, það eru 6.000 Ís­lendingar með heila­bilun það eru 20 á ári undir 65 ára sem greinast ár­lega á höfuð­borgar­svæðinu þannig að þetta er stór hópur og fer bara stækkandi,“ segir Vil­borg að lokum.