Lyfjastofnun gaf fyrr í dag út upplýsingar um mögulegar aukaverkanir af bóluefninu Comirnaty fyrir 5-11 ára gömul börn.

Kemur fram að yngstu börnunum er hættast við aukaverkunum og geta allt að 50% íslenskra barna vænst einkenna.

Lyfjastofnun Evrópu samþykkti bóluefnið á liðnu ári fyrir aldurshópinn. Hefst bólusetning 5-11 ára barna í Laugardalshöll í næstu viku, þar sem mannekla kemur í veg fyrir að bólusetning fari fram í skólunum fyrsta kastið líkt og áformað var.

Fram kemur á vef Lyfjastofnunar að bóluefnið sé 90,7% virkt sem vörn gegn einkennum COVID-19. Ekki er þekkt hversu lengi vörnin varir. Þau börn sem foráðamenn ákveða að verði bólusett fá tvær sprautur af 10 míkrógrömmum með þriggja vikna millibili.

50% finna fyrir þreytu

Fram kemur að aukaverkanir eru algengari meðal yngri barna en eldri. Þekktar aukaverkanir geri oft vart við, einkum eftir að seinni skammtur er gefinn. Óþægindi fylgi stundum en oftast gangi aukaverkanir til baka á 2-3 dögum.

Algengustu aukaverkanir samkvæmt klínískum rannsóknum hjá börnum 5-11 ára eru að 50% bólusettrabarna finna fyrir þreytu. Tæplega þriðja hvert barn fær höfuðverk.

Heilbrigðisstarfsfólki ber skylda til að tilkynna grun um alvarlegar, nýjar og óþekktar aukaverkanir til Lyfjastofnunar. Hins vegar getur hver sem er tilkynnt grun um aukaverkun með því að fylla út form á vef Lyfjastofnunar.