Kvenna­at­hvarfið kom fyrir of­beldis­varnar­nefnd borgarinnar í vikunni og kynnti töl­fræði sína frá síðasta ári. Í samantektinni eru hrottalegar frá­sagnir af ítar­legu og al­var­legu líkam­legu og and­legu of­beldi gagn­vart mæðrum og börnum þeirra.

Kvenna­at­hvarfið kynnti einnig skýrslu um stöðu er­lendra kvenna í dvöl í Kvenna­at­hvarfinu og skýrsluna Hvað segir mamma? Börn af er­lendum upp­runa í Kvenna­at­hvarfinu.

Þá kynnti at­hvarfið þá þjónustu sem stendur til boða og töl­fræði síðasta árs.

Elsti gerandinn 87 ára

Of­beldis­mennirnir voru í 98 prósent til­vika karl­menn. Sá yngsti var að­eins 16 ára en sá elsti 87 ára en meðal­aldur ger­enda var 42 ára. Ís­lenskir karl­menn voru 65 prósent ger­endur og lang­flestir eigin­menn eða 31 prósent.

Fyrrum sam­býlis­menn voru 22 prósent ger­enda og fyrrum kærasti 12 prósent. Yfir 30 prósent fór í nýtt hús­næði sem er mikil fjölgun frá fyrra ári þegar að­eins 13 prósent nýttu sér það úr­ræði. Um 18 prósent snéru aftur heim til of­beldis­mannsins.

Fréttin var uppfærð kl. 15.40, 21. febrúar 2021.