Yngra fólk með astma sem er vel með­höndlað þarf ekki að hafa meiri á­hyggjur af CO­VID-19 sjúk­dómnum heldur en aðrir, sam­kvæmt Óskari Reyk­dals­syni, for­stjóra Heilsu­gæslu höfuð­borgar­svæðisins. Hann var til við­tals í Kast­ljósi í kvöld.

„Astmi er ekki svo slæmur að þessu leyti. Lang­vinnir lungna­sjúk­dómar og lé­leg lungna­starf­semi þar sem lungun eru orðin ó­virkari en í frískara fólki eru erfiðir fyrir fólk sem fær CO­VID-sjúk­dóm,“ segir Óskar.

„Astmi er svo­lítið annað, það er meira köst þar sem fólk verður gott inni á milli. Allir sem eru með lungna­sjúk­dóma þurfa að fara var­legar, en þetta eru sér­stak­lega þeir eldri og við­kvæmari með erfiðari sjúk­dóma þar sem skiptir miklu máli að fara var­lega. Í raun þá er mjög lítil hætta fyrir yngra fólk með astma, sem er vel með­höndlað. Það er mjög lítil hætta fyrir það,“ segir Óskar.

Heilsu­gæslur höfuð­borgar­svæðisins fá nú 37 prósent fleiri verk­efni á sín borð en fyrir sex vikum. Mest er þó um sím­hringingar og net­spjall.

„Það er í raun þúsundir auka sam­skipta í hverri viku og þarf að breyta verk­lagi til þess að ráða við slíkt. Við erum í því hlut­verki að bjarga manns­lífum, koma í veg fyrir sjúk­dóma og hjálpa fólki. Það skiptir miklu máli að við skipu­leggjum okkur rétt og þá breytum við okkar verk­lagi til þess að kljást betur við þetta.“