Sótt­varna­mið­stöð Banda­ríkjanna, CDC, er uggandi vegna komu nýs af­brigðis kóróna­veirunnar, sem varð fyrst vart í Brasilíu, en heil­brigðis­yfir­völd óttast að mikil aukning verði í fjölda til­fella og and­láta af völdum CO­VID-19. Talið að meiri­hluti til­fella í fram­tíðinni verði af völdum nýja af­brigðisins.

Að því er kemur fram í frétt New York Times er lítið vitað um nýja af­brigðið en út frá því hversu skætt af­brigðið sem fannst fyrst í Bret­landi reyndist vera, er talið að það muni valda miklum usla í Banda­ríkjunum. Tæp­lega 80 til­felli smits af völdum nýja af­brigðisins hafa nú greinst í Banda­ríkjunum.

Nýja af­brigði veirunnar er sagt vera enn meira smitandi en kóróna­veiran sem setti banda­rískt sam­fé­lag á hliðina í vor en þó er ekki talið að hún valdi al­var­legri veikindum.

Í rann­sókn sem CDC birti fyrr í dag er kallað eftir því að sótt­varnir verði tvö­faldaðar í ljósi þess hversu smitandi af­brigðið er. Þá er kallað eftir því að meiri kraftur fari í bólu­setningar­á­tak Banda­ríkjanna en rúm­lega 11 milljón manns hafa nú verið bólu­settir gegn CO­VID-19.

Erfið staða

Banda­ríkin hafa komið sér­stak­lega illa út úr heims­far­aldrinum en tæp­lega ár er nú liðið frá því að fyrsta til­fellið greindist þar í landi. Eins og staðan er í dag hafa tæp­lega 23,4 milljón til­felli greinst og rúm­lega 390 þúsund látist eftir að hafa smitast.

Yfir­völd, og þá sér­stak­lega ríkis­stjórn Donalds Trump, hafa verið harð­lega gagn­rýnd fyrir við­brögð sín í far­aldrinum en talið er að Banda­ríkin hafi brugðist of seint við. Þá hafi tak­markanir ekki verið settar á víða og sótt­varna­ráð­stöfunum ekki fylgt.

Ef spá CDC reynist rétt og nýtt af­brigði veirunnar leiðir til upp­sveiflu í far­aldrinum, eru Banda­ríkin í erfiðri stöðu þar sem heil­brigðis­kerfið nær nú þegar ekki að anna eftir­spurn. CDC segir þó að nú sé ekki tíminn til að gefast upp heldur þurfi að gefa í.