Hita­bylgja ríður nú yfir Japan og því hvetja yfir­völd íbúa í Tokyo og út­hverfum þess til að nota minna raf­magn vegna á­lags á raf­magns­birgðir sem kemur upp í hita­bylgjum sem þessari.

Efna­hags-, við­skipta- og iðnaðar­ráð­herra Japans býst við því að síð­degis í Japan gæti álag á raf­magn verið mikið og hann hvetur fól til þess að slökkva ljós, en hafa loft­kælinguna kveikta til þess að forðast hita­slag.

Sam­kvæmt fjöl­miðlum í Japan voru 46 manns fluttir á sjúkra­hús í gær vegna hita­slags. Þá er dauði 94 ára manns tengdur við hita­slags sem hann fékk.

Yfir­völd hafa séð aukningu í raf­magni síðustu vikur en hitinn hefur farið stig­magnandi. Í mið­borg Tokyo er hitinn 35 gráður en í norður­hluta borgarinnar fer hitinn í rúm­lega 40 gráður. Sögu­lega hefur meðal­hitinn í Japan verið um 30 gráður í júní.

Raf­magns­fram­leið­endur hafa eftir sínu fremsta megni reynt að auka fram­leiðslu til þess að halda í eftir­spurnina en efna­hags-, við­skipta- og iðnaðar­ráð­herrann sagði stöðuna vera ó­fyrir­sjáan­lega og gæti breyst fljótt ef eftir­spurn eftir raf­magni verður of mikil.