Það var samgöngumálaráðherra Bretlands, Grant Shapps sem tilkynnti þetta á Twitter reikningi sínum. Reglugerð þessi mun gilda í næstu 12 mánuði svo að hver sem þarf að fara með bílinn sinn í skoðun á því tímabili mun geta fengið sex mánaða frest. Þegar var búið að leyfa frestun á skoðun stærri ökutækja eins og vörubíla og hópferðabíla. Bretland mun áfram leyfa að bifreiðaverkstæði séu opin enda nauðsynlegt svo að ökumenn geti haldið bílum sínum öruggum og gangandi. Alls eru framkvæmdar um 30 milljónir skoðana á ökutækjum í Bretlandi á hverju ári.