Að­eins voru til um tvö þúsund pinnar, sem notaðir eru við sýna­töku vegna CO­VID-19 kóróna­veirunnar, á landinu síðast­liðinn föstu­dag. Sending á fimm þúsund sýna­tökupinnum var væntan­leg í næstu viku en ný­lega var sú sending skorin niður um 3000 pinna.

Ó­víst hve­nær fleiri pinnar berast

Þór­ólfur Guðna­son, sótt­varna­læknir, sagði á blaða­manna­fundi Al­manna­varna í dag að nú væri alveg ó­víst hve­nær fleiri pinnar myndu berast til landsins. Búið væri að lofa Lands­spítalanum pinnum í þessari viku en mikil ó­vissa ríkti um hvort lof­orðið yrði efnt.

„Það er baga­legt fyrir veiru­fræði­deildina að fá svona mis­vísandi skila­boð,“ sagði sótt­varna­læknir.

Pinnar til sýnatöku eru nú eftirsóttir um heim allan.
Fréttablaðið/Anton Brink

Skortur á heims­vísu

Þá benti Þór­ólfur á að heim­skortur væri nú á pinnum. Yfir­völd hér á landi og um allan ynnu nú hörðum höndum við að tryggja sér pinna til sýna­töku. Ekki sé heldur sama um hvaða pinna sé rætt enda þurfi að tryggja að pinnarnir virki sem skildi.

Komi til þess að fari að bera á skorti á pinnum á Ís­landi verður gripið til ráð­stafana til að koma í veg fyrir að pinnarnir klárist og sýna­taka verður skert.

„Það kann að koma að því að við þurfum að vera strangari í sýna­tökum.“ Pinnarnir verði þá að­eins notaðir á vel valda. Slíkar breytingar yrðu til­kynntar á veg al­manna­varna co­vid.is.