Baga­leg ó­vissa er uppi um skipan ráð­herra Sjálf­stæðis­flokksins í ríkis­stjórn Katrínar Jakobs­dóttur. Þetta segir Þór­hildur Sunna Ævars­dóttir, þing­maður Pírata.

Sunnu­daginn 28. nóvember í fyrra greindi for­maður Sjálf­stæðis­flokksins frá því að Jón Gunnars­son yrði dóms­mála­ráð­herra en Guð­rún Haf­steins­dóttur, odd­viti og nýr þing­maður flokksins í Suður­kjör­dæmi, myndi taka við keflinu af honum síðar á kjör­tíma­bilinu.

Fyrir um þremur vikum spurði Frétta­blaðið Guð­rúnu hvort búið væri að á­kveða hve­nær hún tæki við.

„Ég mun taka við em­bætti dóms­­mála­ráð­herra innan nokkurra mánaða. Hvort það verði um ára­­mótin eða á út­­mánuðum er í höndum formanns flokksins,“ svaraði Guð­rún.

Að­spurður hvort til greina kæmi að hann sæti út allt kjör­tíma­bilið sagðist Jón ekki vita það.

Guð­rún sagði svo 14. októ­ber síðast­liðinn í Frétta­blaðinu:

„Þetta er á­kveðið. Það er hægt að hlusta á við­töl við Bjarna Bene­dikts­son í nóvember þar sem hann til­kynnir þetta. Ég efast ekkert um orð míns formanns. Það er ekki hægt að svíkja kjós­endur Suður­kjör­dæmis.“

Guðrún Hafsteinsdóttur, oddviti og nýr þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.
Fréttablaðið/ERNIR

Í fyrra­dag vildi Bjarni Bene­dikts­son, í við­tali við frétta­stofu RÚV, ekki úti­loka að Jón yrði á­fram dóms­mála­ráð­herra. Á sama tíma stæði að Guð­rún kæmi inn. Spurður hvort Jón færi þá úr ríkis­stjórn, svaraði Bjarni: „Við skulum bara sjá hvað gerist þegar að því kemur.“

Að sögn Þór­hildar Sunnu, þing­manns Pírata, sem situr í efna­hags- og við­skipta­nefnd, er það ekki einka­mál Bjarna hvernig ríkis­stjórnin verður skipuð heldur ættu fjár­lög að gera ráð fyrir því ef við­bótar­kostnaður vegna ríkis­stjórnarinnar sé á­formaður.

Þór­hildur Sunna telur þrjár sviðs­myndir mögu­legar: að Guð­rún fái auka­legt ráð­herra­em­bætti, að Jón hætti ráð­herra­dómi og Guð­rún taki hans stað eða að annar nú­verandi ráð­herra hætti í stað Guð­rúnar sem komi ný inn á sama tíma og Jón sitji á­fram.

„Mér sýnist bara stefna í al­gjöra ringul­reið í þessari ríkis­stjórn þar sem þau geta ekki á­kveðið hver á að gegna hvaða hlut­verki,“ segir Þór­hildur Sunna.

Hún segir ýmis­legt hægt að lesa í orð formanns Sjálf­stæðis­flokksins á meðan hann tali ekki skýrar en hann gerir og yfir­lýsingar aðila séu mis­vísandi.

„Kannski er þetta á­kveðið merki um þá ráð­herra sem núna sitja á bekknum að þeir þurfa að hafa sig hæga, passa sig, af því að þeir gætu annars lent í því að sitja í gap­astokknum eins og Jón situr nú,“ segir Þór­hildur Sunna.

Bjarni Bene­dikts­son gaf ekki færi á við­tali þegar Frétta­blaðið-Hring­braut falaðist eftir við­tali við hann á Al­þingi í gær.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.
Fréttablaðið/Valli