Haraldur Bene­dikts­son segist liggja undir feldi og velta fyrir sér á­fram­haldinu eftir niður­stöður próf­kjörs Sjálf­stæðis­flokksins í Norð­vestur­kjör­dæmi þar sem hann laut í lægra haldi fyrir Þór­dísi Kol­brúnu Reyk­fjörð Gylfa­dóttur.

„Þegar maður situr uppi með það að hafa séð hvernig mark­visst var unnið að því að koma mér út þá eðli­lega veltir maður fyrir sér hvað maður vill gera“, segir Haraldur en sam­kvæmt honum komu niður­stöður próf­kjörsins honum ekki á ó­vart þótt þær hafi verið á­kveðin von­brigði.

Haraldur lenti í öðru sæti með 1061 at­kvæði en Þór­dís Kol­brún hlaut fyrsta sætið með 1347 at­kvæði. Haraldur sagðist ekki ætla að taka sæti á lista ef hann fengi ekki fyrsta sætið og í gær sagðist hann standa við fyrri orð sín um að það geti ekki verið gott fyrir nýjan oddvita að hafa þann gamla í aftursætinu.

Hann er þó á­nægður með þann stuðning sem hann hlaut og segist sjálfur hafa veitt Þór­dísi Kol­brúnu allan þann stuðning sem hann gat í sínu próf­kjöri og talað fyrir henni. Þá segir hann sam­starf sitt við Þór­dísi alla tíð hafa verið gott og segist hafa stutt vel og dyggi­lega við bakið á henni.

Haraldur ætlar að taka sér góðan tíma í að velta fyrir sér fram­haldinu og er yfir­lýsinga ekki að vænta frá honum í dag.