Ís­lands­deild Tran­s­paren­cy International, al­þjóð­legra sam­taka sem berjast gegn spillingu, hafa sent frá sér yfir­lýsingu vegna úr­skurðar siða­nefndar RÚV um að frétta­maðurinn Helgi Seljan hafi gerst brotlegur við siðareglur stofnunarinnar vegna ummæla á samfélagsmiðlum.

Í yfir­lýsingunni benda sam­tökin meðal annars á að „siða­reglum er ekki ætlað það hlut­verk að vera vopn í bar­áttu gagn­vart þeim sem standa gegn spillingu“.

Tran­s­paren­cy International eru fé­laga­sam­tök fólks sem berjast gegn spillingu í öllum grunn­stoðum sam­fé­lagsins, einkum á sviði stjórn­mála og við­skipta.

Yfir­lýsingu Tran­s­paren­cy International má sjá hér að neðan:

Tran­s­paren­cy International vill koma eftir­farandi á fram­færi vegna úr­skurðar Siða­nefndar RÚV í kjöl­far kvörtunar Sam­herja.

Vegna úr­skurðar siða­nefndar Ríkis­út­varpsins, í kjöl­far kæru Sam­herja hf.
gegn ellefu starfs­mönnum RÚV, vill Ís­lands­deild Tran­s­paren­cy
International benda á að siða­reglum er ekki ætlað það hlut­verk að vera
vopn í bar­áttu gagn­vart þeim sem standa gegn spillingu. TI Ís­land furðar
sig á þeirri niður­stöðu siða­nefndarinnar að Helgi Seljan, frétta­maður á
RÚV, hafi gerst brot­legur við siða­reglurnar vegna um­mæla á
sam­fé­lags­miðlum. Hlut­verk frétta­manna er að sann­reyna upp­lýsingar og
miðla þeim í þágu al­manna­hags­muna. Það gera þeir oft undir miklum
þrýstingi frá þeim sem gæta sér­hags­muna. Sömu­leiðis njóta blaða- og
frétta­menn sömu mann­réttinda og aðrir borgarar þ.á.m. tjáningar­frelsis.

TI Ís­land á­réttar að rann­sóknar­blaða­mennska og gagn­rýnin um­fjöllun um
með­ferð valds er lýð­ræðinu afar mikil­væg og lykill að því að auka
gagn­sæi og heil­brigða með­ferð valds.

Stöndum saman gegn spillingu.