Fundi stjórnar Eflingar er lokið. Boðuð hefur verið yfir­lýsing frá stjórnar­mönnum innan stundar.

Mál­efni fé­lagsins verða rædd á­fram á fundi trúnaðar­ráðs sem boðaður hefur verið 11. nóvember. Fyrr í dag vildu trúnaðar­menn starfs­fólks ekkert tjá sig við Frétta­blaðið sem rætt hafi verið á fundi dagsins.

Fátt annað hefur verið á milli tannanna á fólki en mál­efni Eflingar eftir að Sól­veig Anna Jóns­dóttir for­maður og Viðar Þor­steins­son fram­kvæmda­stjóri sögðu af sér.

Málið má rekja til ályktunar sem trúnaðarmenn sendu á Sólveigu og stjórn Eflingar fyrir hönd starfsfólks þar sem formaðurinn var meðal annars sakaður um kjarasamningsbrot og óviðunandi hegðun í starfi.