Fréttablaðið birtir hér að neðan orðrétta yfirlýsingu frá Ragnari Þór Ingólfssyni:

„Á forsíðu Fréttablaðsins 16. febrúar sl. og á vefmiðlunum frettabladid.is og dv.is birtist umfjöllun um meintan veiðiþjófnað. Í umfjölluninni kom m.a. fram að veiðiþjófnaður á landi Seðlabanka Íslands á Suðurlandi hefði verið kærður til lögreglu fyrr í vetur. Fullyrt var að Ragnar Þór Ingólfsson hefði verið staðinn að ólöglegri netalögn.Umfjöllunin var röng þar sem Ragnar Þór Ingólfsson var ranglega bendlaður við málið. Fulltrúi lögreglunnar á Suðurlandi hefur staðfest eftirfarandi: „Samkvæmt gögnum málsins sem varðar meintan veiðiþjófnað og/eða ólöglega netaveiði í Holtsá, þá get ég staðfest, Ragnar Þór, að þú ert hvorki skráður sem sakborningur né vitni í tengslum við þetta mál.“

Fréttablaðið/Aðsend

Athugasemd ritstjóra Fréttablaðsins: Frétt blaðsins sem um ræðir er byggð á frásögnum tveggja manna sem voru á vettvangi. Þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir til lögreglu við vinnslu fréttarinnar varðandi hugsanlega aðild Ragnars Þórs Ingólfssonar að meintu veiðibroti fengust ekki upplýsingar um það atriði. Í samtali við Fréttablaðið sagðist Ragnar Þór hvergi hafa komið nærri ólöglegri netalögn og var því skilmerkilega haldið til haga í fréttinni.