Arn­grímur Brynjólfs­son, ís­lenskur skip­stjóri sem starfaði fyrir Sam­herja, hefur nú gefið út yfir­lýsingu þar sem segist aldrei áður verið sakaður um að hafa brotið af sér í starfi en hefur nú verið hand­tekinn vegna gruns um að hafa stundað ó­lög­legar veiðar við strendur Namibíu.

Namibískir fjölmiðlar greindu frá því fyrr í dag að Arngrímur hafi verið handtekinn vegna gruns um að skipið Heinaste hafi verið við veiðar á hrygningarsvæðum síðustu tvo mánuði. Þá var niðurstaða dómara sú að Arngrímur ætti að sitja í varðhaldi þar til greitt hafði verið hundrað þúsund namibíska dali í tryggingu og þarf hann að leggja inn vegabréf sitt til þess að tryggja að hann yfirgefi ekki landið. Málinu hefur verið frestað til 30. janúar.

Vonar að málið leysist innan skamms

Að sögn Arn­gríms var hann boðaður til fundar með Fiski­stofu Namibíu eftir að skipið Heina­ste kláraði löndun á þriðju­daginn. „Þar komu fram á­sakanir þess efnis að skipið hefði farið inná á lokað svæði til veiða,“ segir Arn­grímur í yfir­lýsingunni. Hann segir á­sakanirnar hafa komið sér ó­vart og tekur fram að að þess sé gætt að aldrei sé veitt á lokuðum svæðum.

„Þessi veiði­ferð átti að vera sú síðasta á ferlinum og eru það mér mikil von­brigði að verða fyrir þessum á­sökunum nú,“ segir Arn­grímur en að eigin sögn á hann 49 ára feril að baki á sjó, þar af 34 sem skip­stjóri.

Þá segir Arn­grímur að hann hafi þurft að gista fanga­geymslur eina nótt þar sem sam­talið við Fiski­stofu fór fram seint um daginn. „Í gær­morgun fór málið svo fyrir dómara, mér var sleppt og vonast ég til þess að málið leysist endan­lega innan skamms,“ segir Arn­grímur að lokum.