Lög­reglan á Norður­landi eystra hefur síðast­liðinn sólar­hring haft til rann­sóknar meiri­háttar líkams­á­rás, rán og eigna­spjöll sem áttu sér stað á bif­reiða­stæði við verslunar­mið­stöðina Gler­ár­torg síðast­liðið sunnu­dags­kvöld. Þar var veist að 16 ára pilti með hamri og hann sleginn í höfuðið auk þess að bif­reið, sem hann var far­þegi í, var skemmd. Sex piltar fæddir frá 2003 til 2005 voru hand­teknir vegna málsins og voru þeir vistaðir í fanga­húsi vegna gruns um aðild að málinu. Þetta kemur fram í til­kynningu frá lög­reglunni á Akur­eyri.

„Fjöldi yfir­heyrslna hafa verið fram­kvæmdar vegna málsins og lauk þeim að mestu í gær­kvöldi með að­stoð barna­verndar­full­trúa. Þá var einnig rætt við vitnin í gær og leitir fram­kvæmdar í bif­reið og hús­næði. Við leit fannst hamar sem talinn er tengist málinu.

Rann­sókninni miðar vel og er hún langt á veg komin. Máls­at­vik eru nokkuð ljós og voru hinir hand­teknu látnir lausir að loknum yfir­heyrslum í gær­kvöldi,“ segir í til­kynningunni.

Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur sl. sólarhring haft til rannsóknar meiriháttar líkamsárás, rán og eignaspjöll sem...

Posted by Lögreglan á Norðurlandi eystra on Þriðjudagur, 23. mars 2021