Rétt tæp­ 95 prósent þjóðarinnar treystir al­manna­vörnum og heil­brigðis­yfir­völdum vel til að takast á við Co­vid-19 far­aldurinn á Ís­landi. Traust til þeirra hefur verið nokkuð jafnt í gegnum far­aldurinn þó þeim hafi fækkað nokkuð sem treysta al­manna­vörnum og heil­brigðis­yfir­völdum „full­kom­lega“ síðan í lok apríl, rétt eftir að far­aldurinn hafði náði há­marki sínu. Á­fram virðist fólk al­mennt ekki sér­lega hrætt um að smitast af Co­vid-19.

Þetta kemur fram í nýjum þjóðar­púlsi Gallup, sem var tekinn dagana 14. til 23. júlí. Sam­kvæmt honum treysta nú 35,2 prósent þjóðarinnar al­manna­vörnum og heil­brigðis­yfir­völdum „full­kom­lega“ til að takast á við far­aldurinn, 43,8 prósent treysta þeim „mjög vel“ og 15,8 prósent treysta þeim „frekar vel“ til verk­efnisins. Það eru ekki nema tæp 5 prósent sem treysta þeim annað hvort „hvorki vel né illa“ eða „frekar illa“.

Traust til þessara stofnana var þó mest þegar far­aldurinn var ný­búinn að ná há­marki sínu, í lok apríl. Þegar mest lét treystu 57,3 prósent þjóðarinnar al­manna­vörnum og heil­brigðis­yfir­völdum full­kom­lega.

Flestir óhræddir við að smitast

Rétt tæp 22 prósent þjóðarinnar virðast þá óttast það að smitast af veirunni. 18,7 prósent segjast óttast það frekar mikið á meðan 3,2 prósent óttast mjög mikið að smitast af henni. 36,9 óttast það hvorki mikið né lítið, 29,6 prósent óttast það frekar lítið og loks óttast 11,6 prósent það mjög lítið.

Þeim fjölgar ör­lítið sem telja að allt of lítið sé gert úr heilsu­fars­legri hættu sem stafar af Co­vid-19 á Ís­landi. 4,6 prósent þjóðarinnar er þeirrar skoðunar á meðan 13,8 prósent finnst að­eins of lítið gert úr hættunni. Flestum finnst hæfi­lega mikið gert úr hættunni, eða 74,2 prósent þjóðarinnar. 5,7 prósentum finnst að­eins of mikið gert úr hættunni og ekki nema 1,7 prósenti finnst allt of mikið gert úr málinu.

Minna traust til ríkisstjórnar en viðbragðsaðila

Flestum finnst al­manna­varnir og heil­brigðis­yfir­völd þá gera hæfi­lega mikið til að bregðast við veirunni, eða 81,5 prósentum. Tæp­lega 13 prósentum finnst þó að­eins of lítið eða allt of lítið gert en um 5 prósentum finnst al­manna­varnir og heil­brigðis­yfir­völd gera of mikið.

Við­horf þjóðarinnar til við­bragða ríkis­stjórnarinnar er þó nokkuð annað en til al­manna­varna og heil­brigðis­yfir­valda. 9,5 prósent treysta ríkis­stjórninni nú full­kom­lega til að takast á við efna­hags­leg á­hrif far­aldursins. 22,4 prósent treysta henni mjög vel en 30,4 prósent frekar vel. 18,1 prósent segjast hvorki treysta henni vel né illa en 12,2 prósent frekar illa. 6,2 prósent treysta ríkis­stjórninni mjög illa til að takast á við efna­hags­leg á­hrifin og 1,2 prósent treysta henni alls ekki.

8,7 prósentum finnst þá ríkis­stjórnin gera allt of lítið til að fyrir­byggja eða bregðast við nei­kvæðum efna­hags­legum á­hrifum veirunnar. 24,4 prósent finnst að­eins of lítið gert en 61,5 prósentum finnst hæfi­lega mikið gert. Það eru þá 5,4 prósent sem finnst ríkis­stjórnin gera of mikið til að bregðast við efna­hags­á­standinu.