Tæp­lega 90 prósent fé­lags­manna í stéttar­fé­lagi Sam­eykis, áður SFR og Starfs­manna­fé­lag Reykja­víkur, sagðist styðja verk­falls­að­gerðir til að þrýsta á gerð nýrra kjara­samninga. Þetta kemur fram í frétta­til­kynningu frá fé­laginu.

Sam­eyki hefur á­samt öðrum aðildar­fé­lögum í BSRB verið samnings­laust í tæpt ár. Á afar fjöl­mennum fundi fé­lagsins var sam­þykkt að at­kvæða­greiðslur um verk­falls­boðun færu fram frá og með næst­komandi mánu­degi til mið­viku­dags.

Átta þúsund manns gætu lagt niður störf

At­kvæða­greiðslan nær til allra fé­lags­manna Sam­eykis sem starfa hjá ríkinu, Reykja­víkur­borg, Akra­nes­kaup­stað, Sel­tjarnar­nes­bæ og Hjúkrunar- og dvalar­heimilinu Höfða. Alls eru það um 8 þúsund manns.

Í ó­form­legri skoðunar­könnun meðal fé­lags­manna kom í ljós að af­gerandi meiri­hluti styður verk­falls­að­gerðir eða 86.18 prósent. Þetta á við um vinnu­staði allra við­semj­enda sem verk­falls­að­gerðir beinast gegn.

Niðurstaða skoðanakönnunar meðal félagsmanna Sameykis.
Mynd/Sameyki
Skipting atkvæða eftir vinnustöðum.
Mynd/Sameyki