Hreindýraveiðum haustsins er lokið í ár og voru í heild felld 1.264 dýr, 805 kýr og 520 tarfar. Kvóti þessa árs var 1.325 dýr og er tæplega 50 kúm úthlutað í nóvember. Ekki tókst að fella ellefu kýr og tvo tarfa af útgefnum kvóta. Þetta kemur fram á vef Umhverfisstofnunar.

Rúmlega sjötíu einstaklingar þáðu leyfi sem úthlutað var af biðlista en töluverð óvissa var um áhrif kórónuveirunnar á veiðar haustsins en ekki var þó mörgum leyfum skilað inn vegna faraldursins eða vegna sóttvarna eða samkomutakmarkanna. Nokkrir leyfishafa búsettir erlendis skiluðu þó inn sínum leyfum vegna veirunnar.