Yfir tíu þúsund jarð­skjálftar hafa mælst á Reykja­nes­skaga síðan skjálfta­hrinan hófst á laugar­daginn, en í dag hefur skjálfta­virknin mælst töluvert mikil.

Að sögn Sigur­laugar Hjalta­dóttur, náttúru­vá­r­sér­fræðings hjá Veður­stofu Ís­lands, mælast enn fjöldi minni skjálfta á svæðinu þótt dregið hafi úr stærri skjálftum.

„Virknin er sem fyrr aðal­lega bundin við nyrðri hluta gangsins sem myndaðist fyrir gos í fyrra,“ segir Sigur­laug.

Hún segir stærsta skjálftann þar síðan á mið­nætti verið um hálf sjö í morgun, en sá mældist 4,7 að stærð.

„Eins og áður hefur komið fram benda GPS mælingar til þess að nýtt inn­skot sé að myndast þar, líkt og í desember síðast­liðnum, en mun minna en það sem varð í febrúar til mars á síðasta ári,“ segir Sigur­laug. Þá bíði Veður­stofa frekari gagna til að meta stærð inn­skotsins.

„Einnig hefur all­nokkur virkni mælst vestan Þor­bjarnar, við suð­vestan­vert Kleifar­vatn og norðar­lega í Núps­hlíðar­hálsi. Á þessum slóðum mældust einnig nokkrir skjálftar um og yfir fjórir að stærð frá mið­nætti og fram til klukkan ellefu í morgun,“ segir Sigur­laug.