Stað­fest kóróna­veiru­smit á Ís­landi eru orðin 1.020. Síðasta sólar­hring greindust 57 smit, nokkuð færri en hafa greinst síðustu tvo daga.

Sam­kvæmt tölum á co­vid.is liggja enn þá sex á gjör­gæslu og hefur einn sjúk­lingur lagst inn á Land­spítalann til við­bótar við þá 18 sem lágu þar í gær. 54 smit voru greind af sýkla- og veiru­fræðideild Land­spít­al­ans en tvö hjá Íslenskri erfðagrein­ingu.

Hátt hlut­fall þeirra sem greindust með veiruna á síðasta sólar­hring voru þá ekki í sótt­kví þegar þeir greindust, eða 64%. 9.531 Ís­lendingar eru í sótt­kví eins og er og fer þeim ört fækkandi en þeir voru fleiri en tíu þúsund á föstu­daginn.

Þá er 124 sem fengu veiruna batnað og því að­eins 894 í ein­angrun. Yfir 15 þúsund sýni hafa verið tekin.