Að minnsta kosti þrjátíu og fjórir eru látin og hundruð slösuð eftir jarðskjálfta að stærð 6,2 sem reið yfir eyjuna Sulawesi í Indónesíu í nótt. AP fréttastofan greinir frá.
Sjúkrahús á eyjunni er meðal bygginga sem hrundi í skjálftanum, óttast er að tæplega tuttugu sjúklingar og starfsmenn séu fastir undir rústum hans.
Yfir tíu þúsund manns hafa þurft að rýma heimili sín eftir skjálftann. Margir óttast að skjálftinn muni koma af stað flóðbylgju en flóðbylgjuviðvörun hefur ekki enn verið gefin út. Skálfti að stærð 5,9 mældist neðansjávar á sama svæði í gærkvöld en að minnsta kosti 26 eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið.
Upptök skjálftans voru um 36 kílómetrum suður af Mamuju, höfuðborg Vestur-Sulawesi.
Indónesía er á virku jarðhræringasvæði. Árið 2018 varð jarðskjálfti að stærð 7,5 á sama svæði sem olli flóðbylgju og varð yfir tvö þúsund manns að bana.