Að minnst­a kost­i þrjá­tí­u og fjórir eru lát­in og hundr­uð slös­uð eft­ir jarð­skjálft­a að stærð 6,2 sem reið yfir eyj­­un­a Sul­aw­es­i í Indón­es­í­u í nótt. AP frétt­a­stof­an grein­ir frá.

Sjúkr­a­hús á eyj­unn­i er með­al bygg­ing­a sem hrund­i í skjálft­an­um, ótt­ast er að tæp­leg­a tutt­ug­u sjúklingar og starfs­menn séu fast­ir und­ir rúst­um hans.

Yfir tíu þús­und manns hafa þurft að rýma heim­il­i sín eft­ir skjálft­ann. Marg­ir ótt­ast að skjálft­inn muni koma af stað flóð­bylgj­u en flóð­bylgj­u­við­vör­un hef­ur ekki enn ver­ið gef­in út. Skálft­i að stærð 5,9 mæld­ist neð­an­sjáv­ar á sama svæð­i í gær­kvöld en að minnst­a kost­i 26 eft­ir­skjálft­ar hafa fylgt í kjöl­far­ið.

Upp­­tök skjálft­­ans voru um 36 kíl­ó­metr­um suð­ur af Mam­uj­u, höf­uð­borg Vest­ur-Sul­aw­es­i.

Indón­es­í­a er á virk­u jarð­hrær­ing­a­svæð­i. Árið 2018 varð jarð­skjálft­i að stærð 7,5 á sama svæð­i sem olli flóð­bylgj­u og varð yfir tvö þús­und manns að bana.