Frá því að bólu­setningar hófust að nýju 15. nóvember hafa Lyfja­stofnun borist 113 til­kynningar um auka­verkanir í kjöl­far örvunar­skammts. Þar af eru 10 al­var­legar. Þetta kemur fram í svari Lyfja­stofnunar við fyrir­spurn Frétta­blaðsins en sam­kvæmt skil­greiningu stofnunarinnar telst al­var­leg auka­verkun vera auka­verkun eða ó­æski­leg á­hrif lyfs sem leiðir til dauða, lífs­hættu­legs á­stands, sjúkra­hús­vistar eða lengingar á sjúkra­hús­vist, eða veldur fötlun eða fæðingar­galla hjá mönnum.

Meðal til­kynntra ein­kenna í kjöl­far örvunar­skammts eru eymsli á stungu­stað, flensu­ein­kenni, höfuð­verkur, verkur og bólga í hol­hönd, bólgnir eitlar, hjart­sláttar­truflanir, verkur í brjóst­kassa, út­brot, brjóst­verkir, milli­blæðingar, ó­reglu­legur tíða­hringur, hækkun á blóð­þrýstingi, mátt­leysi, ó­gleði, upp­köst, svita­köst, dofi, svimi og sjóntruflanir. Þetta eru svipuð ein­kenni og til­kynnt hefur verið um eftir fyrsta eða annan skammt bólu­setningar.

Þá ber að halda því til haga að þegar Lyfja­stofnun fær til­kynningar er um að ræðagrun um auka­verkun. Það merkir að til­kynnt til­vik hefur átt sér stað í kjöl­far bólu­setningar gegn Co­vid-19, en segir ekki til um hvort um or­saka­sam­hengi sé að ræða milli til­viksins og bólu­setningarinnar.

Óskar Reyk­dals­son, for­stjóri Heilsu­gæslu höfuð­borgar­svæðisins, segir að sam­kvæmt þeim rann­sóknum sem heilsu­gæslan hafi rýnt í séu al­mennt færri sem finna fyrir auka­verkunum af örvunar­skammti en eftir til dæmis fyrsta bólu­efna­skammt. „Tölu­lega séð er minna um auka­verkanir,“ segir Óskar.

Anna Bryn­dís Blön­dal, lyfja­fræðingur hjá Heilsu­gæslu höfuð­borgar­svæðisins, segir að rann­sóknir hafi sýnt fram á að til­kynningar um auka­verkanir við örvunar­skammt séu sam­bæri­legar og eftir bólu­efna­skammt tvö. Hún bendir þó á að það sé munur á þessu eftir bólu­efnum.

„Þeir sem fengu Pfizer urðu til dæmis ekki mikið veikir eftir fyrstu sprautuna en það voru að­eins meiri veikindi eftir seinni sprautuna. Svo snerist þetta við með AstraZene­ca, þau voru veikari eftir fyrri en síður eftir seinni. Þessi örvunar­skammtur virðist virka smá eins og sprauta tvö. Hann er að gefa fólki bein­verki og þessar al­gengu auka­verkanir.

Þegar við erum að tala um þessar auka­verkanir erum við að tala um bein­verki og hita og eitt­hvað sem gengur yfir á tveimur dögum. Þetta virðist vera rosa per­sónu­bundið. Við auð­vitað viljum að fólk bregðist eitt­hvað við sprautunni, það sýnir að hún er að virka,“ segir Anna Bryn­dís.