Fjöldi ný­smita vegna CO­VID-19 fjölgar stöðugt milli daga og eru stað­fest til­vik nú orðin yfir fimm milljón talsins. Í gær var til­kynnt um 106 þúsund ný til­felli en það er mesti fjöldi til­fella á heims­vísu á einum sólar­hring síðan far­aldurinn braust út.

Til­vik fara fækkandi í Evrópu og Asíu en fjölgar ýmist eða standa í stað í Banda­ríkjunum og rómönsku Ameríku.

Flest smit eru skráð í Banda­ríkjunum þar sem yfir ein og hálf milljón ein­stak­linga hafa greinst með veiruna. Þar á eftir eru Rúss­land og Brasilía með um þrjú hundruð þúsund greind smit í hvoru landi.

Þriðjungur látinna í Banda­ríkjunum

Yfir 330 þúsund hafa látist af völdum CO­VID-19 frá upp­hafi far­aldursins. Nærri þriðjungur fórnar­lamba far­aldursins er bú­settur í Banda­ríkjunum þar sem sjúk­dómurinn hefur orðið yfir 95 þúsund manns að bana.

Far­aldurinn hefur nú breiðst út til 188 landa af þeim 193 löndum sem eru með­limir Sam­einuðu þjóðanna auk Palestínu. Sér­fræðingar telja að löndin gætu þó verið fleiri.