Fleiri en áttatíu manns hafa látið lífið og þúsundir misst heimili sín vegna fellibylsins Amphan sem reið yfir borgir og bæi við strendur Indlands og Bangladesh í gær.

Stjórnvöld keppast nú þar við að veita íbúum aðstoð á svæðum sem hafa mörg hver þegar orðið fyrir barði kórónaveirunnar á undanförnum vikum.

Flóð og rústir hafa hamlað samgöngum og torveldað björgunaraðgerðir.

Talið er að dagar geti liðið áður en stjórnvöld átti sig fyllilega á umfangi eyðileggingarinnar og fjölda særðra.

Amphan er sagður vera öflugasti fellibylur sem mælst hafi í Bengalflóa og skildi hann eftir sig slóð eyðileggingar.

Fjöldi heimila eru gjörónýt, brýr hafa losnað frá bökkum sínum og svæði í dreifbýli eru án rafmagns og fjarskipta.