Hópurinn Extinction Rebellion, sem krefst tafar­lausra að­gerða í lofts­lags­málum, hélt upp­teknum hætti í Lundúnum í dag þegar hann mót­mælti víðs vegar um borgina. Mót­mælin hafa staðið yfir í sex daga en að því er Reu­ters greinir frá hafa yfir 750 manns verið hand­tekin á þeim tíma.

Hópurinn vekur at­hygli á mál­stað sínum með því að fjöl­menna á fjöl­farna staði í borginni og hindra þar gangandi veg­far­endur og um­ferð. Meðal þeirra staða sem hafa orðið fyrir valinu eru Wa­ter­loo-brúin, Ox­ford Circus og Mar­ble Arch.

Lög­reglan segir að vissu­lega hafi fólk rétt til þess að mót­mæla. Það verði þó að gera frið­sam­lega. Cressida Dick, hjá lög­reglunni í Lundúnum, beinir þeim til­mælum til hópsins að hann færi mót­mælin al­farið yfir á Mar­ble Arch. Þar muni mót­mælendur ekki koma til með að vera til trafala og jafn­framt brjóti þau ekki lögin í leiðinni.

Hópurinn hefur vakið mikla at­hygli enda fara mót­mælin fram hjá fáum í borginni. Meðal þeirra sem slegist hafa í för með hópnum eru leik­konan Emma Thomp­son en hún tók þátt með að­gerða­sinnum á Ox­ford Circus í gær.