Stoð­deild ríkis­lög­reglu­stjóra er með 64 aðila skráða sem hafa ekki fundist við fram­kvæmd á fylgd úr landi á síðast­liðnum tveimur árum.

Um er að ræða bæði um­sækj­endur um al­þjóð­lega vernd og einnig þá sem hafa hlotið á­kvörðun út­lendinga­stofnunar vegna ó­lög­legrar dvalar á Ís­landi.

Þetta kemur fram í svari ríkis­lög­reglu­stjóra við fyrir­spurn Frétta­blaðsins.

Sam­kvæmt em­bættinu er ekki hægt að segja ná­kvæm­lega til um hve margir eru enn hér á landi en hugsanlega hafa einhverjir yfirgefið landið með fölsuðum skilríkjum.

„Margir hafa yfir­gefið Ís­land áður en til fram­kvæmdar stoð­deildar kom og þá undir öðru nafni og hugsan­lega með fölsuð skil­ríki. Stoð­deildin leggur vinnu í að reyna að hafa upp á þessum aðilum strax eftir að ljóst er að við­komandi er horfinn úr úr­ræðum sínum sem felst meðal annars í sér að skrá eftir­lýsingu í lög­reglu­kerfið og upp­lýsa lög­reglu­menn um helstu upp­lýsingar málsins,” segir í svari ríkis­lög­reglu­stjóra.

Í ein­hverjum til­fellum hafa aðilar fundist á Ís­landi og málinu haldið á­fram með fram­kvæmd úr landi, samkvæmt ríkislögreglustjóra.