Í mars 2020 voru 530 ein­staklingar á bið­lista eftir inn­lögn á Vogi, af þeim voru 115 komnir með inn­lagnar­dag á næstu þremur vikum. Þetta kemur fram í svari Svan­dísar Svavars­dóttur, heil­brigðis­ráð­herra, við fyrir­spurn Sigurðar Páls Jóns­sonar, þing­manni Mið­flokksins.

Sigurður spurði hvort heil­brigðis­ráð­herra hyggst leita leiða til að eyða bið­listum á sjúkra­húsinu Vogi? Í svari heil­brigðis­ráð­herra kemur fram að til að nýta þjónustu heil­brigðis­kerfisins sem best er mikil­vægt að vanda að­gangs­stýringu að þjónustu. „Æski­legt er að á grund­velli mats á þörf sé veitt rétt heil­brigðis­þjónusta á við­eig­andi þjónustu­stigi. Hluti þeirra sem eru á bið­lista eftir inn­lagnar­þjónustu á Vogi hafa sjálfir skráð sig á hann, án undan­gengins fag­legs mats á því hvort við­komandi þurfi á inn­lagnar­þjónustu að halda,“ í svari heilbrigðisráð­herra.

Þriðjungur ákveður að nýta ekki þjónustuna

„Að minnsta kosti þriðjungur þeirra sem eru skráðir á bið­lista eftir þjónustu á Vogi á­kveða sjálfir að nýta ekki þjónustuna af ýmsum á­stæðum. Einnig ber að hafa í huga að ekki er víst að allir sem skráðir eru á bið­lista Vogs þurfi á inn­lagnar­þjónustu að halda til þess að leysa neyslu- og fíkni­vanda, því í sumum til­fellum koma göngu­deildar­þjónusta og önnur vægari úr­ræði að sömu notum. Með því að nýta ein­faldari úr­ræði þar sem þau eiga við skapast svig­rúm til að sinna fleirum og stuðla þannig sam­tímis að styttingu bið­lista,“ segir í svari heilbrigðisráðherra.

Sigurður spurði einnig hver væri fjár­hæð þess fram­lags sem SÁÁ þyrfti til rekstrar Vogs til þess að geta eytt bið­listu? Heil­brigðis­ráð­herra segir að til þess að geta svarað þeirri spurningu þyrfti að koma á fag­legri að­gangs­stýringu varðandi skráningu á bið­lista. Fjár­veitingar til SÁÁ væru bundnar við fjár­mála­á­ætlun og fjár­lög hverju sinni. Fjár­veiting til SÁÁ var hækkuð varan­lega í fjár­lögum fyrir árið 2019 um 150 mill. kr. Fram­lag til SÁÁ á fjár­lögum fyrir árið 2020 eru 1.126,8 millj. kr.