Sak­sóknari í Cook sýslu í Chi­cago í Banda­ríkjunum mun kanna hvort að á­sakanir fleiri en fimm­tíu sak­borninga á hendur rann­sóknar­lög­reglu­manninum Reyn­aldo Guevara, þess efnis að hann hafi komið á þau sök í morð­málum, séu á rökum reistar. Málið er sagt geta orðið eitt stærsta lög­reglu­hneyksli í sögu Banda­ríkjanna.

Það er banda­ríski miðillinn Buzz­feed News sem greinir frá en miðillinn birti árið 2017 ýtar­lega um­fjöllun um meint brot Guevara. Brot hans beindust einkum gegn ungum mönnum að rómönskum upp­runa í norð­austur­hluta Chi­cago borgar.

Í um­fjölluninni segir meðal annars að Guevara sé sakaður um að hafa beitt við­mælendur sína of­beldi og þannig fengið frá þeim falskar játningar. Þá hafi hann beitt vitni þrýstingi og fengið þau þannig til þess að segjast hafa séð fólk á vett­vangi morða þegar svo var alls ekki.

Að minnsta kosti tuttugu manns hafa þegar hlotið upp­reist æru í málum þar sem Guevara leiddi rann­sóknina, að því er fram kemur í um­fjöllun miðilsins. Hins vegar eru fjór­tán manns enn í fangelsi og sex­tán hafa lokið af­plánun dóma sinna. Aðrir hafa látið lífið á bak­við lás og slá.

Nú hefur Nan­cy Adduci hjá em­bætti sak­sóknara í Cook sýslu, beðið lög­menn um upp­lýsingar um við­komandi ein­stak­linga sem sóttir hafa verið til saka vegna rann­sókna á vegum Guevara. Segir í bréfi hennar til lög­manna að em­bættið vilji þar með leitast eftir rétt­læti handa fjölda fólks.

Banda­ríski miðillinn hefur jafn­framt eftir Jenni­fer Bonjean, mann­réttinda­lög­manni sem barist hefur fyrir og náð, frelsi nokkurra sak­borninga vegna Guevara, að lög­reglu­full­trúinn hafi falið slóð sína vel. Ekki sé að sjá á ein­staka rann­sóknum hans að eitt­hvað sak­næmt hafi átt sér stað, en þegar þær séu skoðaðar í sam­hengi séu niður­stöðurnar sláandi.

„Ég vona að þessu verði fylgt al­menni­lega eftir,“ segir Bonjean. „Þessi mál krefjast mikillar vinnu og frum­kvæði, og ég vona að þessu fylgi mann­afli og stað­festa á bak við þessa yfir­lýsingu,“ segir hún. Hún vinnur nú fyrir þrjá menn sem allir sitja í fangelsi vegna rann­sóknar­lög­reglu­mannsins.

Sjálfur hefur Guevara neitað að tjá sig vegna málsins. Þegar hann hefur verið spurður út í þau undir eið­staf, hefur hann borið fyrir sig fimmta á­kvæði banda­rísku stjórnar­skrárinnar, sem heimilar lög­reglu­mönnum að neita því að svara spurningum.

„Það er löngu kominn tími á að þeir komi þessum mönnum heim og skoði þessi mál,“ hefur miðillinn eftir Esther Hernandez, sem á tvo syni sem hafa sitið á bak við lás og slá vegna morðs frá árinu 1997. Þeir segja báðir að Guevara hafi komið á sig sök. „Þetta hefur verið allt of langur tími.“

BuzzfeedNews hafa fylgt málinu eftir allt frá árinu 2017. Hér að neðan má sjá myndbandsumfjöllun miðilsins um mál Guevara: