Að loknum gær­deginum var búið að bólu­setja 4.789 ein­stak­linga á Ís­landi að fullu hér­lendis og 5.646 ein­staklingar höfðu fengið fyrsta skammt bólu­efnis frá því að bólu­setning hófst hér á landi 29. desember. Þetta kom fram í munn­legri skýrslu heil­brigðis­ráð­herra Svan­dísar Svavars­dóttur um stöðu bólusetninga á Al­þingi.

Bólu­setning með bólu­efni Moderna hófst 12. janúar hafa 1259 ein­staklingar hér­lendis fengið fyrstu bólu­setningum í því efni en enginn þá seinni, en á­ætlunin gerir ráð fyrir að til landsins berist 1200 skammtar hálfs­mánaðar­lega út mars.

„Fregnir berast nú af því að fram­leiðslu­vandi hafi og muni leiða til þess að af­hending frá Pfizer og AstraZen­ca verði mögu­lega minni en til stóð á næstu vikum en gert er ráð fyrir að þær tafir sem hafa orðið þar munu fyrst og fremst hafa á­hrif á næstu vikur en tafirnar verði síðan unnar upp,“ sagði Svan­dís.

„Þetta er auð­vitað ekki ná­kvæm­lega eins og við myndum vilja hafa það. En aðal­at­riðið er að enn eru allar líkur á því að við munum ná að bólu­setja þorra þjóðarinnar á fyrstu tveimur árs­fjórðungum þessa árs sem hefur verið mark­miðið frá upp­hafi,“ bætti hún við.

Framkvæmd bólusetninga gengið vel

Bólu­efni AstraZen­ca bíður enn af­greiðslu Evrópsku lyfja­stofnunarinnar eins og fram hefur komið og þar er gert ráð fyrir að markaðs­leyfi verði gefið út núna á föstu­daginn og fram­leiðandinn hefur nefnt að bólu­efnið færi í dreifingu tveimur vikum síðar.

Þá er gert ráð fyrir að efnið verði komið á markað 12. febrúar. Magn og dreifingar á­ætlun fyrir Ís­land liggur ekki fyrir en líkur standa til að Ís­land fái 13.800 skammta í febrúar og eftir þann tíma þá muni enn fleiri skammtar berast hingað til lands og reglu­lega.

„Skipu­lag bólu­setningar og dreifing hefur í raun og veru verið prufu­keyrð og við sjáum að okkar kerfi gengur vel. Það er í höndum sótt­varna­læknis. Yfir­sýnin og skipu­lag þeirrar fram­kvæmdar en fram­kvæmdin sjálf er síðan í höndum sjúkra­húsanna og heilsu­gæslunnar um allt land,“ sagði Svan­dís á þinginu.

„Bólu­setning hefur gengið vel eins og fram hefur komið og hún hefur farið fram jafn­skjótt og bólu­efni berst sem er gríðar­lega mikil­vægt því að sums staðar í löndunum í kringum okkur þá sjáum við að þó bólu­efnin hafi borist til við­komandi lands þá hafa þau ekki náð að dreifast með við­eig­andi hætti til al­mennings í landinu.“

Fyrsti á­fangi bólu­setningarinnar sem fór fram þarna þessa síðustu daga fyrir ára­mót gekk vel. Þar var byrjað á því að bólu­setja fram­línu starfs­menn í heil­brigðis­kerfinu, þau sem eru í mestri hættu á að smitast af tegund 19 í­búar á hjúkrunar og öldrunar­heimilum, svo og aldraða og sjúka í dag­dvalar­rýmum 12. janúar var svo haldið á­fram að bólu­setja þá hópa og þau sem stóðu eftir í fram­línunni, t.d. lög­reglu og sjúkra­flutninga­menn.

„Það er gert ráð fyrir að bólu­setja þá hópa sem helst eru í mestri hættu að smitast vegna starfa sinna í þessari viku eða 27. janúar,“ sagði Svan­dís.

Níu alvarlegar tilkynningar um aukaverkanir

Lyfja­stofnun hefur borist 137 til­kynningar um auka­verkanir vegna bólu­setningar gegn CO­VID-19 en af þeim til­kynningum voru 128 ekki metnar al­var­legar en níu til­kynningar metnar al­var­legar þar af sjö dauðs­föll og eitt til­felli al­var­legs ó­næmis.

Em­bætti land­læknis hefur nú gefið út ráð­leggingar um hvernig skuli staðið að bólu­setningu í elsta aldurs­hópnum.

„Það er mikil­vægt, virðu­legi for­seti, að við í­búar í landinu hikum ekki við að láta bólu­setja okkur. Þótt þróun bólu­efnis hafi gengið með met­hraða. Þá hefur ekki verið stigið yfir nein öryggis­stig í þróun þess. Á­stæða þess að ferlið hefur gengið svo hratt sem raun ber vitni er öll sú reynsla sem á­unnist hefur í vísinda­sam­fé­laginu um allan heim við fyrri þróun bólu­efna auk ríf­legs fjár­magns sem lagt hefur verið í fram­leiðsluna,“ sagði Svan­dís.

„Fregnir berast nú af því að fram­leiðslu vandi hafi og muni leiða til þess að af­hending frá Pfizer og AstraZen­ca verði mögu­lega minni en til stóð á næstu vikum en en gert er ráð fyrir að þær tafir sem hafa orðið þar munu fyrst og fremst hafa á­hrif á næstu vikur en tafirnar verði síðan Unnar upp. Þetta er auð­vitað ekki ná­kvæm­lega eins og við myndum vilja hafa það. En aðal­at­riðið er að enn eru allar líkur á því að við munum ná að bólu­setja þorra þjóðarinnar á fyrstu tveimur árs­fjórðungum þessa árs sem hefur verið mark­miðið frá upp­hafi.