Frá 1. mars 2020 til og með 21. Nóvember hafa verið skráð 431 brot gegn sótt­varna­lögum í mála­skrá lög­reglu. Alls er 548 ein­staklingar eða fyrir­tæki skráð fyrir þessum brotum, 475 ein­staklingar og 73 fyrir­tæki. Í ein­hverjum til­vikum eru margir skráðir fyrir sama broti. Þetta kemur fram í svörum Ríkis­lög­reglu­stjóra við fyrir­spurn Frétta­blaðsins.

„Á tíma­bilinu eru mál 129 aðila komin í sektar­með­ferð. Þegar litið er til allra mála miðað við stöðuna í dag [22. nóvember] eru 22% brotanna komin í ferilinn sektar­með­ferð, en 32% í ferlinum til af­greiðslu eða í rann­sókn. Þá var í 46% brota ekki talin á­stæða að beita sektum,“ segir í svörum Ríkis­lög­reglu­stjóra.

Sér­stak­lega var spurt um brot á sótt­varnar­lögum á síðustu mánuðum en á tíma­bilinu 1. októ­ber til dagsins í dag eru 13 brot gegn sótt­varnar­lögum og reglum settum sam­kvæmt þeim. Mál þriggja aðila eru komin í sektar­með­ferð.

Sektar­með­ferð er ferli þar sem á­kveðið hefur verið að sekta fyrir brot, mis­jafnt er á hvaða stigi málin eru í dag, þ.e. hvort sektin hafi verið gefn út, hafi borist við­takanda eða hann búinn að greiða hana.

Al­gengasta sektar­upp­hæðin var 50 þúsund og næst al­gengast að sektin væri 100 þúsund eða 250 þúsund. Um 75% sekta var 150 þúsund eða minna. Lægsta sektin var 20 þúsund og sú hæsta 350 þúsund krónur.

Heimild:Ríkislögreglustjóri

Frétta­blaðið óskaði síðast eftir upp­lýsingum um sótt­varnar­brot í apríl á þessu ári og hefur þeim fjölgað um yfir 100 síðan þá.

Frá 1. mars 2020 til og með 20. apríl voru skráð 312 brot gegn sótt­varna­lögum í mála­skrá lög­reglu. Af þeim höfðu 90 mál farið í sektar­með­ferð eða tæp­lega 29 prósent málanna.