Að minnsta kosti 331 mannréttindasinnar í 25 löndum voru myrtir í fyrra. Þetta kemur fram í ársskýrslu mannréttindasamtakanna Front Line Defenders en The Guardian segir frá. Þá voru fjölmargir mannréttindasinnar handteknir, lamdir eða hneppt í varðhald vegna vinnu sinnar.
Samkvæmt skýrslunni er Suður-Ameríka hættulegasta heimsálfan til þess að berjast fyrir mannréttindum og voru þrír fjórðu af öllum þeim mannréttindasinnum sem voru myrtir að starfa í Suður-Ameríku.
Í Kólumbíu verða mannréttindasinnar reglulega fyrir árásum frá vopnuðum varaliðum og voru 177 mannréttindasinnar myrtir í landinu í fyrra. Næstflestu morðin voru á Filippseyjum þar sem 25 voru myrtir og þar á eftir koma Hondúras, Mexíkó, Afganistan, Brasilía og Guatemala.
Meirihluti þeirra sem voru myrtir, 69 prósent, voru að berjast fyrir umhverfismálum, landsréttindum eða bættum rétti innfæddra. Þá voru mannréttindasinnar einnig myrtir fyrir það eitt að reyna veita COVID-19 aðstoð í sínu nærsamfélagi.