Að minnsta kosti 331 mann­réttinda­sinnar í 25 löndum voru myrtir í fyrra. Þetta kemur fram í árs­skýrslu mann­réttinda­sam­takanna Front Line D­ef­enders en The Guar­dian segir frá. Þá voru fjöl­margir mann­réttinda­sinnar hand­teknir, lamdir eða hneppt í varð­hald vegna vinnu sinnar.

Sam­kvæmt skýrslunni er Suður-Ameríka hættu­legasta heims­álfan til þess að berjast fyrir mann­réttindum og voru þrír fjórðu af öllum þeim mannréttindasinnum sem voru myrtir að starfa í Suður-Ameríku.

Í Kólumbíu verða mann­réttinda­sinnar reglu­lega fyrir á­rásum frá vopnuðum vara­liðum og voru 177 mann­réttinda­sinnar myrtir í landinu í fyrra. Næst­flestu morðin voru á Filipps­eyjum þar sem 25 voru myrtir og þar á eftir koma Hondúras, Mexíkó, Afgan­istan, Brasilía og Guate­mala.

Meiri­hluti þeirra sem voru myrtir, 69 prósent, voru að berjast fyrir umhverfismálum, lands­réttindum eða bættum rétti inn­fæddra. Þá voru mann­réttinda­sinnar einnig myrtir fyrir það eitt að reyna veita CO­VID-19 að­stoð í sínu nær­sam­fé­lagi.