Yfir 20 milljón staðfest kórónaveirusmit eru nú á heimsvísu og ekki er útlit fyrir að útbreiðsla veirunnar fari minnkandi milli daga. Síðastliðinn mánuð hafa að jafnaði tæplega ein milljón manna bæst í hóp smitaðra á hverjum fjórum dögum.

Ríf­lega fjórðungur allra smita er í Banda­ríkjunum þar sem yfir fimm milljónir lands­manna hafa greinst með sjúk­dóminn. Þá hafa þrjár milljónir greinst með veiruna á Brasilíu og rúmlega tvær milljónir á Indlandi.

Tíu sinnum fleiri smit

Sér­fræðingar í far­alds­fræði telja að raun­veru­legur fjöldi smitaðra sé mun hærri þar sem víða sé skortur á greiningu. Spá­líkön gera ráð fyrir að til­fellin gætu verið allt að tíu sinnum fleiri en opin­berar tölur segja til um.

Að­eins 20 dagar eru síðan heimurinn náði þeim niður­drepandi á­fanga að hafa greint fimmtán milljón manns með kórónaveiruna. Til saman­burðar voru 39 dagar milli fimm og tíu milljón smita, sem bendir til þess að far­aldurinn sé ekki að hægja á sér.

Grímunotkun færist sífellt í aukanna um allan heim.
Fréttablaðið/Getty