Í gær greindust 1.567 smit innanlands og 43 á landamærunum. Þetta er mesti fjöldi greindra smita innanlands á einum sólarhring.

Þetta er þriðji dagurinn í röð þar sem yfir 1.500 manns greinast Covid smitaðir innanlands.

Alls voru 59 prósent í sóttkví við greiningu. Nú eru 11.593 manns í einangrun vegna Covid-19.

Samkvæmt vef Landspítalans eru nú 33 sjúklingar inniliggjandi með Covid-19. Þrír eru á gjörgæslu, þar af tveir í öndunarvél.

Meðalaldur inniliggjandi er 61 ár.

Kona á níræðisaldri lést á legudeild Landspítalans í gær af völdum Covid-19. Alls hafa nú 46 látið lífið af völdum Covid-19 hér á landi frá upphafi faraldursins.

9.206 sjúklingar eru í Covid göngudeild spítalans, þar af eru 3.259 börn.

Alls eru 219 starfsmenn Landspítalans með Covid.