Þessi nýja útgáfa kallast einfaldlega Plus og samkvæmt iðnaðarráðuneyti Kína er drægið 1.008 km og rafhlaðan 144,4 kWst. Rafhlaðan er með nýrri tækni sem framleiðandinn kallar silíkonsvamp þar sem að silíkonhluti rafhlöðunnar er mjúkur eins og svampur. GAC hefur unnið að þessari tækni í 15 ár en hún er sögð minnka stærð rafhlöðunnar um 20% og minnka þyngd einnig um 14%. Auk þess á hún að virka betur í kulda. Með þessari tækni var hægt að koma rafhlöðunni fyrir í bílnum þannig að drægið fór upp um 350 km.

Aion LX Plus er sagður hafa tvo rafmótora sem samtals skila 725 hestöflum sem getur komið bílnum í 100 km á klst. á aðeins 2,9 sekúndum. Einnig er til útgáfa með einum rafmótor sem er 240 hestöfl. Von er á tveimur nýjum bílum frá Aion, sem eru Aion S lúxusbíllinn og Aion V sem er einnig jepplingur og mun líka hafa sama drægi.