Klukkan 13:43 varð stór skjálfti á Reykja­nesi. Skjálftinn var af stærð 5.6 í Núps­hlíðar­hálsi, 5 km vestur af Seltúni. Til­kynningar hafa borist að skjálftinn hefur fundist víða á landinu, meðal annars á Akur­eyri og Ísa­firði. Yfir 100 eftir­skjálftar hafa fylgt í kjöl­farið, sam­kvæmt Veður­stofu Ís­lands.

Tveir stórir eftir­skjálftar urðu norður og norð­austur af Fagra­dals­fjalli. Einn klukkan 15:32 sem var 4,1 að stærð og um 3,8 km norður af Fagra­dals­fjalli og einn sem var 4,0 að stærð 1,4 km norð­austur af Fagra­dals­fjalli.

Alls hafa yfir 13 skjálftar yfir 3.0 að stærð átt sér stað síðan að stóri skjálftinn varð á Reykja­nesi.

Heimild:Veðurstofa Íslands