Erlent

Yeonmi Park: Myndir þú faðma Hitler?

Yeonmi Park greinir holan hljóm í fagnaðar­látunum í kringum leið­toga­fund Donalds Trump og Kim Jong-un og hvetur Trump til þess að beita sér í al­vöru fyrir mann­réttindum í Norður-Kóreu.

Yeonmi Park sér ekki ástæðu til þess að fagna fundi Trumps og Kim Jong-un sérstaklega fyrr en Trump beiti sér í raun og veru fyrir mannréttindum í ríki Kims. Fréttablaðið/Samsett

Yeonmi Park flúði frá Norður-Kóreu þegar hún var þrettán ára. Hún býr nú í Bandaríkjunum og berst fyrir bættum mannréttindum landa hennar sem búa við ógnarstjórn Kim Jong-un.

Hún ávarpar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í New York Times og hvetur hann til þess að nota áhrif sín til þess að þvinga fram mannréttindabætur í Norður-Kóreu.

Ekkert breytist þar við það eitt að funda með Kim Jong-un sem noti fundina sína með forseta Suður-Kóreu og Trump til þess að fegra ímynd sína út á við og sýna og sanna mátt sinn og megin heima fyrir.

Park segir mannréttindi hvergi í heiminum jafn fótum troðin og í Norður-Kóreu. Kim Jong-un reki fangabúðir og svelti þjóð sína til þess eins að hafa fulla stjórn á henni.

Sjá einnig: Yeonmi Park fagnar fæðingu frjáls sonar

„Þegar ég sá forseta Suður-Kóreu faðma Kim Jong-un, spurði ég sjálfa mig: Myndir þú gera það sama við Hitler?“ spyr Park í upphafi máls síns og furðar sig á því að heimurinn fagni nú Trump fyrir að hafa hitt harðstjórann þótt ekkert bendi til þess að ástandið í Norður-Kóreu verði betra í kjölfarið.

Yeonmi Park flutti erindi um ástandið í Norður-Kóreu fyrir fullum Hátíðarsal Háskóla Íslands í ágúst í fyrra. Fréttablaðið/Anton Brink

Yeonmi Park flúði frá Norður-Kóreu til Kína, ásamt móður sinni árið, 2007. Segja má að þær hafi farið úr öskunni í eldinn en í Kína hneppti mansalshringur mæðgurnar í þrældóm. Þær komust síðar í frelsið í Suður-Kóreu með ævintýralegum hætti.

Yeonmi er nú frjáls kona og býr í New York. Saga hennar, Með lífið að veði, hefur verið þýdd á fjölda tungumála og hún er einn harðasti og ötulasti gagnrýnandi ógnarstjórnar Kim Jong-un í Norður-Kóreu og er sem slík eftirsóttur fyrirlesari út um allan heim.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Erlent

Leið­toga­fundurinn á lúxus­hóteli í Singa­púr

Singapúr

Kim orðinn sætasta stelpan á ballinu

Singapúr

Allir hrósa sigri eftir fund aldarinnar

Auglýsing

Nýjast

Erlent

Segir ómannúðlegt að aðskilja börn og foreldra

Kólumbía

Iván Duque kjörinn forseti Kólumbíu

Innlent

Búið að opna yfir Kjöl

Innlent

Ofurölvi og velti bílnum í Ártúnsbrekku

Efnahagsmál

Íbúðafjárfesting er farin að taka við sér

Dómsmál

Refsing eiganda Buy.is milduð

Auglýsing