Yaris jepplingurinn, sem ekki hefur fengið nafn ennþá, verður þó ekki bara upphækkaður Yaris að sögn talsmanna Toyota. Hann verður með meira hjólhaf og annan framenda með öðrum ljósum, auk þess að fá endurhannaðan fjöðrunarbúnað. Fyrst var tilkynnt um tilvist þessa nýja bíls á ráðstefnu Toyota í janúar í Amsterdam. Frumsýna átti bílinn á sýningunni í Genf sem síðan var frestað, en bíllinn verður að öllum líkindum frumsýndur á sérstakri sýningu seinna á árinu. Bíllinn mun keppa við Nissan Juke, Renault Captur og Ford Puma og er væntanlegur hingað til lands á næsta ári.